186 hafa verið yfir sjötugu

Reykjavíkurborg hefur verið í forystu hins opinbera við að bjóða starfsmönnum sem ná 70 ára aldri upp á sveigjanleg starfslok.

Í kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðsemjenda borgarinnar hefur um skeið verið að finna ákvæði um heimildir til að endurráða starfsmenn sem hafa náð 70 ára aldri. Heimilt er að ráða starfsmann í allt að tvö ár til fyrstu mánaðamóta eftir að 72 ára aldri er náð, nema annar hvor aðili segi ráðningunni upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Nokkur reynsla er komin á þetta.

„Frá því í janúar 2016 til dagsins í dag hafa 186 starfsmenn 70 ára eða eldri verið við störf hjá Reykjavíkurborg. Á þessu árabili hefur því að meðaltali 31 starfsmaður 70 ára eða eldri verið við störf í hverjum mánuði,“ segir Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar, m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert