Andlát: Vilborg Jónsdóttir tónlistarkennari

Vilborg Jónsdóttir
Vilborg Jónsdóttir

Vilborg Jónsdóttir, tónlistarkennari og skólastjóri, lést á Landspítalanum 22. nóvember eftir baráttu við hvítblæði, 55 ára gömul.

Hún fæddist í Reykjavík 27. maí 1964 og ólst þar upp. Foreldrar hennar eru Jón Freyr Þórarinsson, fv. skólastjóri í Laugarnesskóla, og Matthildur Guðný Guðmundsdóttir, fv. kennari og kennsluráðgjafi.

Vilborg hóf tónlistarnám hjá Páli P. Pálssyni 1973 í Barnalúðrasveit Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin í Lúðrasveitina Svan og síðan Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún stundaði nám á básúnu og baríton hjá Birni R. Einarssyni og Oddi Björnssyni. Vilborg lærði á túbu sem aukahljóðfæri. Hún lauk kennarprófi frá blásarakennardeild skólans 1988. Eftir útskriftina sótti Vilborg tíma í hornleik hjá Josef Ognibene í eitt ár. Að því loknu lærði hún í Kennaraháskóla Íslands til almennra kennararéttinda og lauk þaðan B.ed.-gráðu árið 1991.

Vilborg hóf að kenna á málmblásturshljóðfæri 1984 og kenndi lengst við Tónmenntaskóla Reykjavíkur en einnig í Skólahljómsveit Laugarnesskóla og Tónskóla Sigursveins. Hún var aðalstjórnandi blásarasveitar Tónskóla Sigursveins frá 2001. Vilborg var skólastjóri og stjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar frá 2004. Hún var formaður Lúðrasveitarinnar Svansins 1994-2000, var hjá Sambandi íslenskra lúðrasveita 1998-2006 og hjá Samtökum ísl. skólalúðrasveita árið 2012.

Vilborg og eftirlifandi eiginmaður hennar, Össur Geirsson tónlistarmaður, hófu sambúð 1985 og gengu í hjónaband 4. nóvember 2000. Börn þeirra eru Saga, dýralæknir í Noregi, og Freyþór læknanemi. Sambýlismaður Sögu er Anders Olsen Setså og dóttir þeirra er Freyja Matthildur Andersdóttir Setså. Unnusta Freyþórs er Sophie Louise Webb.

Útför Vilborgar fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »