„Ekki einu sinni næstum því rétt“

Kveikur hefur aldrei sagt að félagið Cape Cod FS sé í eigu Samherja. Þetta skrifar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður Kveiks, á Facebook og segir öll viðbrögð Samherja á þann veg að hann velti fyrir sér hvort þeir hafi yfir höfuð lesið eða horft á umfjöllum Kveiks um málið. „Þetta er ekki einu sinni næstum því rétt.“

Samherji sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag þar sem fullyrt er að Samherji eigi ekki og hafi aldrei átt félagið Cape Cod FS og aldrei falið öðrum að „leppa“ eignarhaldið á því. 

Starfsmaður Samherja með prókúru reiknings Cape Cod

„Kveikur hefur aldrei sagt að félagið væri í eigu Samherja. DNB vissi nefnilega ekkert hver átti Cape Cod Fs en áætlaði að það væri Samherji. Sem reyndist ekki hægt að staðfesta. Annað félag, JPC, sagðist í ofanálag eiga það,“ skrifar Aðalsteinn og spyr loks, fyrst Samherji sé tilbúinn að ræða Cape Cod, af hverju starfsmaður Samherja hafi verið með prókúruumboð á reikningi félagsins hjá norska bankanum DNB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert