Eldur kviknaði í bíl á ferð

Eldur kviknaði í fólksbíl á akstri á Granda í Reykjavík um þrjúleytið í dag. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir komnir út úr honum þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Að sögn varðstjóra var slökkviliðsbíll um 150 metra frá staðnum þegar tilkynningin barst og var hann mættur á staðinn um einni mínútu síðar en engu að síður varð þó nokkuð tjón á bílnum.

Mennirnir sem voru í bílnum reyndu að slökkva eldinn með slökkvitæki sem þeir fengu lánað áður en slökkviliðið kom.

Ekki er vitað um eldsupptök en atvikið varð fyrir utan The Northern Lights Center á Granda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert