Líkfundur á Granda

Karlmaður fannst látinn á Granda í Reykjavík fyrr í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fréttablaðið greinir frá því að björgunarsveitir hafi verið ræstar út vegna mannsins.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfestir að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kallaðir út um tíuleytið í morgun til aðstoðar við lögreglu vegna leitar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is