Þriðja vinnustöðvunin hefst í fyrramálið

Hjálmar Jónsson.
Hjálmar Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þar sem ekki náðist samkomulag á fundi samninganefndar BÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag mun boðuð vinnustöðvun vefblaðamanna, ljósmyndara og tökumanna taka gildi á morgun.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélag Íslands, staðfestir þetta við mbl.is. 

Vinnustöðvunin mun að þessu sinni standa í 12 tíma, frá kl. 10 í fyrramálið og fram til 22 annað kvöld. Ekki er boðaður samningafundur fyrr en á þriðjudag.

Tekið skal fram að flest­ir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert