Fall WOW kemur fram í hagvexti

Miklar sviptingar hafa orðið í fluginu í ár.
Miklar sviptingar hafa orðið í fluginu í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daginn eftir að WOW air hætti starfsemi, 28. mars, spáði Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, því að fall félagsins myndi hafa neikvæð áhrif á hagvöxt. Það hefur raungerst enda mældist nær enginn hagvöxtur fyrstu 9 mánuði ársins.

Til samanburðar var 4,6% hagvöxtur í fyrra.

Skráð atvinnuleysi í mars mældist 3,2% og voru að jafnaði 5.962 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. En til upprifjunar sagði WOW air upp nokkur hundruð starfsmönnum í desember sl. vegna endurskipulagningar. Skráð atvinnuleysi í október mældist 3,8% en að jafnaði voru 7.039 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í október. Síðan hafa fréttir borist af uppsögnum hjá nokkrum félögum.

Már fór yfir málin á síðasta ársfundi sínum hjá bankanum, 29. mars.

Við það tilefni sagði hann ljóst að fall flug­fé­lags­ins myndi hafa nei­kvæð áhrif á hag­vöxt, sér­stak­lega á þessu ári. Ekki væri þó víst að það eitt og sér myndi leiða til sam­drátt­ar. Sagði hann að viðnámsþrótt­ur væri nú mik­ill til að bregðast við áföll­um.

Færu eftir viðbrögðunum

Már sagði jafnframt að hin efnahagslegu áhrif af falli WOW air myndu mikið til velta á viðbrögðum annarra flugfélaga.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. mbl.is/​Hari

Við fall WOW air bættust erfiðleikar Icelandair vegna kyrrsetningar Max-þotna. Það var mjög óvæntur atburður sem hafði neikvæð áhrif á ferðaþjónustu víða um heim. 

Samdráttur í útflutningi á þjónustu

Lands­fram­leiðslan jókst að raun­gildi um 0,2% fyrstu níu mánuði árs­ins borið sam­an við sama tíma­bil á síðasta ári sam­kvæmt töl­um frá Hag­stof­unni.

Sam­drátt­ur í lands­fram­leiðslu mæld­ist 0,1% á þriðja árs­fjórðungi sem skýrist einkum af nei­kvæðum áhrif­um ut­an­rík­is­viðskipta á hag­vöxt að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að sam­drátt­ur í út­flutn­ingi á þjón­ustu vegi þar þyngst en hann hafi mælst 16,7% á tíma­bil­inu. Ferðaþjónustan vegur þar þungt.

Þá seg­ir að árstíðaleiðrétt lands­fram­leiðsla hafi að raun­gildi dreg­ist sam­an um 0,7% milli ann­ars og þriðja árs­fjórðungs 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert