Hnúturinn er harður

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands kynnir félagsmönnum stöðuna.
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands kynnir félagsmönnum stöðuna. mbl.is/​Hari

„Við bíðum eftir nýju útspili atvinnurekenda. Fyrr mun ekkert þokast í átt til samkomulags í þessari deilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Samninganefndir BÍ og Samtaka atvinnulífsins funduðu í gær í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Setið var við í um tvær klukkustundir og lauk fundinum án árangurs. Þriðju verkfallsaðgerðir BÍ koma því til framkvæmda í dag og standa þær frá klukkan 10 til 22. Ná þær til einkum og helst til netmiðla, það er blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, Torgi og Ríkisútvarpinu sem eru í BÍ.

„Við erum sammála um að vera ósammála,“ segir Hjálmar. Félagar í BÍ felldu sl. þriðjudag nýgerðan kjarasamning við SA. Næsti fundur er boðaður á þriðjudag.

Óljós ávinningur

„Kjaradeilan er í hörðum hnút. Nú þegar hefur SA samið við 97% launþega á forsendum lífskjarasamningsins sem við höfum einnig boðið blaðamönnum en þeir hafnað. Verkfallsaðgerðirnar nú eru því hættuspil og ávinningurinn óljós, enda draga þær úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »