RÚV hluti af vandanum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammála um að staða RÚV á fjölmiðlamarkaði skýri að hluta erfiða stöðu einkarekinna fjölmiðla.

Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld.

„Mönnum finnst dálítið eins og Ríkisútvarpið fljóti um á vindsæng með sólgleraugu meðan allir aðilar á einkamarkaði eru að berjast í bökkum. Og mönnum finnst það vera hluti af vandanum sem við erum að horfa á,“ sagði Bjarni.

Frumvarpið enn til skoðunar

Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla er til umræðu á Alþingi.

Spurður hvort frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd sagði Bjarni málin í skoðun.

„Við erum að ræða þetta. Það er ekkert uppnám. Það er allt í eðlilegum farvegi. Við erum bara að skoða málið,“ sagði Bjarni. 

Áætlað er að tekjur RÚV verði um 7 milljarðar í ár. Þar af aflar RÚV um 2 milljarða tekna með sölu auglýsinga.

Upplýsingar um frumvarpið má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert