Stórvarasamar aðstæður til aksturs í Ölfusi

„Svo þegar verða stillur eins og er þarna núna, 0 …
„Svo þegar verða stillur eins og er þarna núna, 0 metrar undir Ingólfsfjalli, þá verður yfirborðið ennþá kaldara og allur raki sem er í loftinu þarna nálægt yfirborðinu frýs.“ mbl.is

Aðstæður til aksturs á milli Hveragerðis og Selfoss, og á svæðinu þar í kring, eru varasamar vegna ísingar og þoku, samkvæmt fréttaritara mbl.is á svæðinu.

Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að þarna séu kjöraðstæður fyrir mikla hálku, enda sé yfirborðið undir frostmarki þó að lofthiti sé hærri.

„Þegar verða stillur eins og er þarna núna, 0 metrar undir Ingólfsfjalli, þá verður yfirborðið ennþá kaldara og allur raki sem er í loftinu þarna nálægt yfirborðinu frýs.“

Þá kólni neðsta lag lofthjúpsins hratt þegar sólin sest og að kalt loft haldi minni raka, sem geri það að verkum að raki, sem sé ósjáanlegur í heitara lofti, þéttist þegar kólni og verði að þoku.

„Þetta eru stórvarasamar aðstæður því þú gerir þér ekki endilega grein fyrir því að það sé hálka, þú sérð hana ekki og hitamælirinn í bílnum er í plús.“

Bíll fór útaf veginum í gærkvöldi

Vísir greindi frá því fyrr í dag að bíll hefði oltið útaf veginum við Hveragerði á ellefta tímanum í gærkvöld. Hálka var á svæðinu en ekki er vitað hvort hálkan átti þátt í slysinu. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni bifreiðarinnar, sem lenti á skilti á leiðinni útaf, út úr bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert