Tveir deila fyrsta vinningi

Tveir heppnir Lottóspilarar deila með sér fyrsta vinningi eftir útdrátt kvöldsins og fær hvor um sig rúmlega 30 milljónir  króna.

Annar miðinn var seldur í Krambúðinni í Firði í Hafnarfirði og hinn í Lottó-appinu.

Einn var með annan vinning og hlýtur 776 þúsund krónur. Sá miði var seldur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík.

Enginn var með allar tölur réttar í Jóker kvöldsins, en hvorki fleiri né færri en sjö höfðu heppnina með sér og voru með fjórar réttar. Fjórir höfðu keypt miðann á Lotto.is, tveir í Vídeómarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi og einn í Leirunesti á Akureyri.

Lottótölur kvöldsins voru 4 6 14 17 19 og Bónustalan 34

Jókertölur kvöldsins voru  0 0 9 8 6 

mbl.is