Tilnefningarnar afhjúpaðar

Glæsilegur hópur á Kjarvalsstöðum í dag.
Glæsilegur hópur á Kjarvalsstöðum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019 voru kynntar í 31. sinn við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum fyrir stundu. Tilnefnt er í flokki fræðibóka og rita almenns efnis, barna- og ungmennabóka og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki.

<span>Formenn dómnefndanna þriggja, sem valið hafa tilnefningarnar, munu í framhaldinu koma saman ásamt Ingunni Ásdísardóttur, sem er forsetaskipaður formaður, og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.</span> <span> </span> <span><br/></span><div><b>Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis</b></div><div> <ul> <li>Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965 eftir Jón Viðar Jónsson sem Skrudda gefur út</li> <li>Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem Vaka-Helgafell gefur út</li> <li>Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem JPV útgáfa gefur út</li> <li>Jakobína – saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur sem Mál og menning gefur út</li> <li>Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur sem Sögufélag gefur út</li> </ul> </div><div></div><div>Dómnefnd skipuðu Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar.</div><div></div><div></div><div><b>Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka</b></div><div> <ul> <li>Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem Mál og menning gefur út</li> <li>Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem Bókabeitan gefur út</li> <li>Nornin eftir Hildi Knútsdóttur sem JPV útgáfa gefur út</li> <li>Egill spámaður eftir Lani Yamamoto sem Angústúra gefur út</li> <li>Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur sem Iðunn gefur út. </li> </ul> </div><div></div><div>Dómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.</div><div></div><div></div><div><b>Tilnefningar í flokki fagurbókmennta</b></div><div> <ul> <li>Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem Benedikt bókaútgáfa gefur út</li> <li>Staða pundsins eftir Braga Ólafsson sem Bjartur gefur út</li> <li>Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem Bjartur gefur út</li> <li>Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis eftir Sölva Björn Sigurðsson sem Sögur útgáfa gefur út</li> <li>Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur sem Mál og menning gefur út</li> </ul> </div><div></div><div>Dómnefnd skipuðu Bergsteinn Sigurðsson, formaður nefndar, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson.</div>
mbl.is