Unnið að því að fínpússa fjölmiðlafrumvarpið

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlafrumvarpið verður lagt fram með afbrigðum í vikunni og fyrir þingið fyrir áramót. Gildistaka þess verður frá og með 1. janúar 2020. „Við erum að vinna áfram að því hörðum höndum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.  

Helst er unnið að því að fínpússa útfærslur við stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Búið er að tryggja 400 milljónir króna í ríkisfjármálaáætlun fyrir fjölmiðlafrumvarpið. 

„Það var alltaf fjárlagaramminn. Hugmyndir voru um að hækka styrkina enn frekar en um það hefur ekki náðst sátt,“ segir Lilja spurð hvort framlög hafi verið lækkuð til fjölmiðla í frumvarpinu. 

Hún tekur fram að í fyrsta skipti er verið að styrkja einkarekna fjölmiðla á Íslandi því skiptir máli að leggja frumvarpið fyrir á þessu ári.  

Fyrir 1. desember voru lögð fram nokkur frumvörpum. Þeirra á meðal lagði  Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra fram til kynn­ing­ar drög að frum­varpi til laga um manna­nafna­nöfn, sem hef­ur það mark­mið að rýmka heim­ild­ir til skrán­ing­ar nafna og kenni­nafna.

Spurð um afstöðu til frumvarpsins segir hún mikilvægt að styrkja íslenskuna. „Mín afstaða er sú að styrkja þurfi íslenskt mál en ekki veikja það. Það er leiðarljósið í minni nálgun á þetta frumvarp,” segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert