Viðbúnaður vegna elds í einbýlishúsi

Slökkviliðsmenn á vettvangi nú síðdegis.
Slökkviliðsmenn á vettvangi nú síðdegis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú á fimmta tímanum vegna elds sem logaði í einbýlishúsi í Bröndukvísl Ártúnsholti í Reykjavík. Að sögn varðstjóra hjá SHS þá kviknaði eldur út frá kertaskreytingu. Íbúar voru inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði. 

Að sögn varðstjóra hjá SHS gat húsráðandi ekki slökkt sjálfur þar sem ekkert slökkvitæki var við hendina.  Húsráðandi var komin út þegar slökkvilið kom á staðinn.

mbl.is/Kristinn Magnússon

 Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluverður reykur var í húsnæði og er unnið að því að reykræsta það.

Einn íbúi var fluttur með til skoðunar á slysadeild vegna gruns um reykeitrun og þá var hann með brunasár á hendi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is