Eftirlitsmyndavélar við grunnskóla Kópavogs

Stefnt er að myndavélaeftirliti við grunnskóla í Kópavogi.
Stefnt er að myndavélaeftirliti við grunnskóla í Kópavogi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Til stendur að koma á myndavélaeftirliti í öllum grunnskólum Kópavogs á næstu tveimur árum, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi.

Lögð voru fram drög að reglum um notkun eftirlitsmyndavéla hjá stofnunum bæjarins á bæjarráðsfundi 26. nóvember síðastliðinn.

„Það hafa komið kröfur frá grunnskólum bæjarins um aukið myndavélaeftirlit,“ sagði Ármann. Hyggst bærinn svara þeirri eftirspurn með því að koma upp eftirlitsmyndavélum í anddyrum og fyrir utan grunnskóla bæjarins.

„Það þarf að vanda þessa reglusetningu vel, þar sem persónuverndarlög gilda um þessi málefni. Reglurnar eiga við um stofnanir almennt en það þarf að fara sérstaklega gætilega þar sem börn eru annars vegar,“ sagði Ármann í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert