Jólaskógurinn opnaður í Ráðhúsinu

Jólaskógurinn var opnaður í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þegar Grýla og Leppalúði tóku á móti leikskólabörnum ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Það er upplifunarhönnuðurinn Steinn Einar Jónsson sem sér um framkvæmdina í þetta sinn en þetta er í áttunda skipti sem jólaskógur er settur upp í Tjarnarsal Ráðhússins.

Búið er að búa til rými fyrir krakka svo þau geti komið sér vel fyrir með leikföng og bækur en skógurinn verður með þessu sniði út aðventuna. mbl.is var í Ráðhúsinu í morgun þar sem Grýla og Leppalúði sungu með krökkunum og skelltu sér í jóga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert