Loka vefnum og gera eitthvað jákvætt

Skjáskot af dohop.is

Ferðaleitarvélin Dohop var lokuð á föstudag frá 9 til 17 og í dag verður leikurinn endurtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop.

„Í tilefni af „Svörtum föstudegi“ og „Cyber Monday“ langar okkur að nýta tækifærið og hvetja fólk til þess að gera eitthvað öðruvísi og jákvætt. Við ætlum því að gera tilraun til þess að auka „ferðavitund“ fólks og loka flug-, hótel- og bílaleiguleitarvefnum okkar tímabundið og bjóða fólki í staðinn að gróðursetja tré hér á Íslandi.

Loftslagsbreytingar eru staðreynd og við þurfum að bregðast við núna. 

Við þurfum öll að byrja einhvers staðar. Er það ekki? Í samstarfi við TreememberMe langar okkur því að bjóða fólki að kolefnisjafna ferðalög sín eða lífstíl sinn með því að kaupa tré og rækta skóglendi hér á Íslandi. Þetta samstarf/verkefni okkar er líka upphafið á því að fagna 15 ára afmælis ári Dohop.

TreememberMe útvegar gróðursett tré í ábyrgum íslenskum skógum í samstarfi við Skógræktina. Viðskiptavinir fá upplýsingar um staðsetningu, tegund og áætlaða kolefnisbindingu allra trjáa sem þeir skrá sig fyrir. Hægt er að deila trjám og prófíl síðum á samfélagsmiðlum. Einföld og skemmtileg lausn.

Við getum þetta saman!

Grænar kveðjur,“ segir í tilkynningu frá Dohop.

Skjáskot af forsíðu Dohop.
Skjáskot af forsíðu Dohop.
Dohop hefur meðal annars verið valinn besti flugleitarvefur heims.
Dohop hefur meðal annars verið valinn besti flugleitarvefur heims. Mynd/Dohop
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert