Vara við grjóthruni á Siglufjarðarvegi

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði.

Varað er við grjóthruni á Siglufjarðarvegi frá Mánaskriðum og norður fyrir Strákagöng. Greint er frá þessu á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Hvasst er á Siglufjarðarvegi en vindhraði fer upp í 36 m/s í hviðum.

Það er að mestu greiðfært á Suðvestur- og Vesturlandi en í öðrum landshlutum eru hálkublettir og töluverð hálka á Norðaustur- og Austurlandi. Hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi.

mbl.is