Eftirlitsvélar við alla grunnskóla

Öryggismyndavélar á Seltjarnarnesi.
Öryggismyndavélar á Seltjarnarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafnarfjarðarbær hefur á síðustu tveimur árum unnið að því að koma upp eftirlitsmyndavélum við grunnskóla bæjarins. Verkefninu lýkur fyrir áramót með því að myndavélar verða settar upp við síðasta grunnskólann. Á nýju ári hefst vinna við að setja upp eftirlitsmyndavélar við leikskóla bæjarins.

„Fyrst og fremst er þetta gert til að auka öryggi og draga úr skemmdarverkum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hún segir að eftirlitið sé þegar farið að skila árangri því verulega hafi dregið úr skemmdarverkum og þjófnaði í og við skólana og á skólalóðum bæjarins. Vélarnar eru bæði utanhúss og á völdum stöðum innandyra.

Umræða hefur verið um eftirlit við skóla á undanförnum árum, sérstaklega eftir að brotið var á barni í Austurbæjarskóla á skólatíma nú í haust. Reykjavíkurborg setti í kjölfarið á fót starfshóp um öryggi barna í skóla- og frístundastarfi á vegum borgarinnar. Starfshópurinn á að skoða þá öryggisferla sem fyrir eru og gera tillögur að samræmingu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »