Fimm billjóna sparnaður

Lífeyrissparnaður Íslendinga nam ríflega 5.018 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýjum tölum Fjármálaeftirlitsins yfir heildareignir samtryggingar- og séreignasparnaðar lífeyrissjóða.

Þar má sjá að heildareignir samtryggingardeilda lífeyrissjóða námu 4.301 milljarði króna í lok september og höfðu hækkað um 46 milljarða frá lokum júnímánaðar. Heildareignir séreignarsparnaðar í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila námu 717 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs og höfðu aukist um nærri 10 milljarða frá miðju ári.

Sé mið tekið af heildarmannfjölda hér á landi í lok þriðja ársfjórðungs nemur lífeyrissparnaðurinn 13,8 milljónum króna á hvert mannsbarn, eða 11,8 milljónum í sameignarsjóðum og tveimur milljónum króna í séreignarsparnaði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert