Harma bókun og biðjast afsökunar

Frá Valhúsaskóla.
Frá Valhúsaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi harma þann misskilning, sem orðið hefur, vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi, meðal kennara og bæjarbúa þar sem skilja mátti að vegið væri að kennurum vegna vinnu þeirra við námsmat síðastliðið vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.

Meirihlutinn biðst afsökunar á því og vill árétta fullt traust við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Ekki var rétt, í fyrri bókun okkar, að vísa til tilfinningalegs tjóns og afleiðinga því valdandi og drögum við þá fullyrðingu til baka,“ kemur enn fremur fram þar.

Kennarar í Valhúsaskóla felldu niður kennslu í sjöunda til tíunda bekk í gær vegna óánægju með framgöngu kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Fulltrúi meirihlutans í bæjarstjórn Seltjarnarness bað nemendur og foreldra afsökunar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.

Þar segir enn fremur að greinargerð um námsmatið sem tekið var saman að ósk bæjarins verði aðgengilegt á vefsíðu hans frá og með morgundeginum.

mbl.is