„Hitabylgjan“ að baki

Eflaust munu einhverjir þurfa að skafa af bílnum sínum í …
Eflaust munu einhverjir þurfa að skafa af bílnum sínum í fyrramálið. mbl.is/Hari

Spár gera ráð fyrir vestlægri átt með 10 til 18 m/s í nótt og slyddu sunnan- og vestanlands en annars þurru. Það kólnar í veðri.

Gera má ráð fyrir éljum á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og fram eftir degi.

Áttin verður suðvestlæg, 3 til 10 m/s á morgun, en vestanstrekkingur með suðurströndinni.

Víða éljagangur og hiti verður um og undir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is