Sáttasemjari sleit fundi SA og BÍ

Samningafundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsi ríkissáttasemjara lauk …
Samningafundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsi ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu í dag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi samninganefnda Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum eftir um fjögurra tíma viðræður. Ríkissáttasemjari sleit fundinum og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. 

„Staðan er mjög erfið,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við mbl.is.

Útlit er fyrir að fjórða vinnustöðvun blaðamanna verði að veruleika á fimmtudag. Í þetta sinn leggja blaðamenn á prentmiðlum niður störf, auk tökumanna og ljósmyndara, en síðustu þrjár vinnustöðvanir hafa náð til blaðamanna á netmiðlum, tökumanna og ljósmyndara. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kaus að tjá sig ekki um það hvort deilan sé komin á það stig að sáttasemjari stígi fram með miðlunartillögu, inntur eftir því. 

„Við sjáum hverju fram vindur í vikunni,“ segir Halldór Benjamín aðspurður um næstu skref í viðræðunum. 

Tekið skal fram að flest­ir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is