Setja hnefann í borðið

Höfuðstöðvar Íslandspósts.
Höfuðstöðvar Íslandspósts. mbl.is/​Hari

Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) er þessa dagana að fara yfir kostnaðarforsendur Íslandspósts (ÍSP) fyrir hinu svokallaða endastöðvagjaldi sem nú er lagt á allar póstsendingar frá útlöndum og margir hafa kvartað yfir.

Fyrirspurn Neytendasamtakanna hefur leitt í ljós að við ákvörðun gjaldsins í sumar lá ekki fyrir hver kostnaður fyrirtækisins vegna erlendra sendinga er í raun eins og ætlast er til í lögum sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að við þetta sé ekki hægt að una. Hár kostnaður vegna póstsendinga hamli samkeppni og stuðli að hærri verðlagningu verslana á Íslandi með því að reisa ígildi tollmúra. Neytendasamtökin hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun og vakið athygli hennar á því að nýja gjaldið gæti brotið í bága við EES-samninginn. Breki segir að komi í ljós að gjaldið miðist ekki við raunkostnað heldur sé tilraun til að borga upp fortíðarvanda í samkeppnisrekstri ÍSP muni samtökin setja hnefann í borðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »