Flutningabifreið rann á hús

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Flutningabifreið rann til í hálku og lenti á horni húss við Strandveg í Vestmannaeyjum skömmu eftir klukkan ellefu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum slapp ökumaðurinn án meiðsla og engin meiðsl urðu heldur á öðrum.

Bifreiðin er hins vegar illa farin og líklega ónýt að sögn lögreglunnar. Þá varð tengivagninn einnig fyrir skemmdum.

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is