Gleðisprengja á jólahátíð fatlaðra

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Steindi Jr. …
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Steindi Jr. tók „Djamm í kvöld“ við mikinn fögnuð viðstaddra. mbl/Eggert Jóhannesson

Jólahátíð fatlaðra var haldin með pompi og prakt á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Þetta er í 37. sinn sem André Bachmann stendur fyrir hátíðinni en hátt í 2.000 manns sóttu hátíðina í fyrra og álíka fjöldi tók þátt í gleðinni í kvöld. 

Hátíðin er fyrir löngu orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fatlaðs fólks og aðstandenda þess. 

Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts undir stjórn Snorra Heimissonar tók á móti gestum í anddyri Hilton áður en Páll Óskar, Steindi Jr., Þórdís Imsland, Heiða Ólafs, Laddi, María Ólafs, Ingó veðurguð og Sveppi, Geir Ólafs og Jógvan skemmtu gestum. Það kom svo í hlut hljómsveitarinnar Dimmu að loka kvöldinu. 

Lárus Axel Sigurjónsson og sjónvarpsstjörnurnar í Með okkar augum kynntu dagskrána af stakri snilld og heiðursgestir kvöldsins, forsetahjónin hr. Guðni Jóhannesson og frú Eliza Reed, fengu fyrirtaksmóttökur. 

Ljósmyndari mbl.is var á svæðinu og fangaði gleðina. 

Jólahátíð fatlaðra er fyrir löngu orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningi …
Jólahátíð fatlaðra er fyrir löngu orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fatlaðs fólks og aðstandenda þess. mbl/Eggert Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid brostu sínu …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid brostu sínu breiðasta á jólahátíð fatlaðra í kvöld þar sem þau voru heiðursgestir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gleðin var við völd.
Gleðin var við völd. mbl/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert