Haraldur konungur tók við sjötta bindi Flateyjarbókar

„Vær så god, Flatøbogen!“ Helge Larsen, menntamálaráðherra Danmerkur, afhendir Gylfa …
„Vær så god, Flatøbogen!“ Helge Larsen, menntamálaráðherra Danmerkur, afhendir Gylfa Þ. Gíslasyni, íslenskum starfsbróður sínum, bókina 1971. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Því var fagnað í Noregi á mánudag að þá kom út á norsku sjötta og síðasta bindi Flateyjarbókar. Haraldur Noregskonungur veitti verkinu móttöku og eftir áramót er ætlunin að færa Alþingi og forseta Íslands bækurnar.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Anders Hansen, framkvæmdastjóra Lærdómsseturisns á Leirubakka, en hann og Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir hafa aðstoðað við útgáfuna ásamt mörgum öðrum.

Norska bókaforlagið SagaBok stendur að útgáfunni og Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, hefur haft yfirumsjón með þýðingunni á nútímanorsku. Bækurnar sex eru í leðurbandi og útgáfan ríkulega myndskreytt með nýjum myndum eftir norska myndlistarmanninn Anders Kvåle Rue. Fram kemur á vef norsku fréttastofunnar NTB að verkefnið í heild kosti um 15 milljónir norskra króna eða sem nemur um 200 milljónum íslenskra króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert