Landsvirkjun kolefnishlutlaus árið 2025 (beint streymi)

mbl.is/Hari

Landsvirkjun hefur sett sér metnaðarfulla aðgerðaáætlun með það að markmiði að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en fjallað er um áætlunina á opnum fundi í dag sem og um loftslagsmál í víðara samhengi. Streymt er beint frá fundinum hér fyrir neðan en hann hófst klukkan 14:00.

„Landsvirkjun hefur um langt árabil lagt áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og unnið jafnframt að kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Í yfir 10 ár höfum við kortlagt og skrásett kolefnisspor fyrirtækisins og birt árlega losunartölur í umhverfisskýrslum en góð þekking á kolefnisspori og ástæðum losunar er forsenda þess að fyrirtæki geti gripið til aðgerða,“ segir enn fremur.

Þá segir að síðustu ár hafi Landsvirkjun unnið samkvæmt áætlun sem samþykkt hafi verið árið 2015 og miði að því að fyrirtækið yrði kolefnishlutlaust árið 2030. „Eftir ítarlegri kortlagningu á kolefnisspori fyrirtækisins og greiningu á mögulegum leiðum til þess að minnka það er nú hafin vinna samkvæmt nýrri og ítarlegri aðgerðaáætlun. Við vitum hvað við ætlum að gera og hvað það kostar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert