Par í haldi vegna árásar

mbl.is/Eggert

Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás á heimili í miðborginni (hverfi 101) um eitt í nótt. Par í annarlegu ástandi var handtekið og vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut minni háttar áverka.

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan bifreið í Kópavogi (hverfi 201) og kom í ljós að bifreiðin var  ótryggð. Klippti lögreglan skráningarnúmer hennar af en ökumaðurinn kvaðst ekki hafa vitað að bifreiðin væri ótryggð.

mbl.is