Þjóðverjar voru fjölmennastir

Magellan er fyrsta skipið sem bókað hefur komu sína til …
Magellan er fyrsta skipið sem bókað hefur komu sína til Reykjavíkur næsta sumar. mbl.is/RAX

Rauntölur liggja nú fyrir um fjölda farþega sem komu með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og Akraness síðastliðið sumar.

Alls voru 190 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega. Fjölgun á skipakomum var 25% milli ára og fjölgun farþega var rúmlega 30%. Nýtingarhlutfallið er í kringum 94%. Á milli ára er 28% aukning í brúttótonnum skipa.

Eins og jafnan áður koma flestir ferðamennirnir frá Þýskalandi, eða tæplega 49 þúsund. Bandaríkjamenn voru rúmlega 38 þúsund og Englendingar 36 þúsund.

Á heimasíðu Faxaflóahafna hefur birst listi yfir þau skip sem hafa tilkynnt komu sína til Reykjavíkur/Akraness árið 2020. Þetta eru 82 skip og skipakomur verða 196 talsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert