Ferðamenn njóta hátíðanna hér

Áramótabrennur og flugeldar draga að erlenda ferðamenn líkt og jólin …
Áramótabrennur og flugeldar draga að erlenda ferðamenn líkt og jólin gera einnig í auknum mæli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jólin og áramótin hafa fest sig í sessi sem einn af hápunktum ferðaþjónustu vetrarins hér á landi. Boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðafólkið og veitingahús sem flest voru lokuð á árum áður á stórhátíðardögum jóla og áramóta eru nú mörg hver opin fyrir gestum.

Desember er langannasamasti mánuður ársins hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Wake Up Reykjavik. Daníel Pétursson, annar eigenda fyrirtækisins, segir að þau bjóði upp á margs konar ferðir í Reykjavík. Þar á meðal bjórferð þar sem gestir læra um íslenskan bjór og bjórgerð, einnig pöbbarölt um helgar. Vinsælastar eru matarferðir, það eru gönguferðir á milli veitingahúsa. Farið er með 5-6 hópa á dag þegar mest er að gera. Í hópunum eru allt að tólf manns auk leiðsögumanns.

„Við erum líka með áramótapartí á gamlárskvöld fyrir um 400 manns,“ sagði Daníel. „Þar verða í boði íslenskir drykkir, góð tónlist, sýning og allur pakkinn!“ Áramótaveislan verður á skemmtistaðnum Austur sem er leigður fyrir viðburðinn. Miðasala hófst í október og fór vel af stað. Daníel reiknar með að miðarnir seljist fljótlega upp.

Ágætlega bókað

„Það virðist vera ágætlega bókað um jól og áramót miðað við sama tíma í fyrra. Flestar ferðir halda sér,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Hann segir að haldið sé fullri áætlun eins og alla aðra daga ársins, nema eftir hádegi á aðfangadag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert