Póstsendingum hefur fækkað um allt að 15%

Samdráttur eftir nýtt gjald.
Samdráttur eftir nýtt gjald. mbl.is/​Hari

Póstsendingum til landsins hefur fækkað um 12-15% á þessu ári. Fækkunin er einkum rakin til nýs sendingargjalds Íslandspósts sem tók gildi í sumar og leggst þyngst á smærri sendingar.

Fækkunin er langmest á ódýrum sendingum frá kínverska fyrirtækinu Ali Express sem kosta kannski 80 cent eða 1-2 dollara, smáhlutum, símahulstrum, skartgripum o.fl. Í slíkum tilvikum er 600 kr. sendingargjald hlutfallslega hátt. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í Morgunblaðinu í dag.

Alþjóðleg viðbrögð

„En það er mikilvægt að hafa í huga að gjaldið er fast. Það breytist ekki með þyngd eða verðgildi. 600 kr. er mikið ef varan kostaði 200 kr. en ekki mikið ef hún kostaði 50 þúsund. En það liggur fyrir að það kostar að koma sendingu yfir hálfan hnöttinn og afgreiða hana á endastöð og sá kostnaður verður að greiðast af einhverjum og þá er eðlilegast að viðskiptavinurinn greiði hann,“ segir Bigir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert