Safnaði milljón fyrir UNICEF á rúmum sólarhring

Áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson á skrifstofu UNICEF á Íslandi.
Áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson á skrifstofu UNICEF á Íslandi. Ljósmynd/Helgi Ómars

Áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson safnaði á rúmum sólahring einni milljón króna sem fer í kaup á Sönnum gjöfum UNICEF á Íslandi. Helgi segist meyr yfir því hve mikið sé til af góðu fólki, en upphaflega var markmiðið að sagna fyrir neyðartjaldi að andvirði 158.000 króna. 

Helgi segist hafa verið hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldinu á Instagram-reikningi sínum á þriðjudag. Rúmum sólarhring síðar höfðu safnast rúmlega ein milljón króna á reikninginn sem Helgi stofnaði af þessu tilefni. 

Helgi leitaði ráða hjá starfsfólki UNICEF á Íslandi um hvernig best væri að ráðstafa þeim fjármunum sem söfnuðust, svo að þeir nýtist sem best í það sem þörf er fyrir. 

Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu 3 vatnsdælur, 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki, 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði, 2 skóla í kassa, 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa samtals milljón lítra af vatni, 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum og síðast en ekki síst 3 neyðartjöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert