Samþykkt með atkvæðum 77% bænda

Minni breytingar verða á starfsumhverfi kúabænda en áður var áformað, …
Minni breytingar verða á starfsumhverfi kúabænda en áður var áformað, nú þegar breytingar á búvörusamningum taka gildi.

Kúabændur samþykktu samkomulag bændaforystunnar við ríkið í almennri atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. „Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Við höfum stefnt að þessu í þrjú ár og nú er málið í höfn,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda.

Samkomulagið var samþykkt með 447 atkvæðum en 132 voru á móti og níu tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var samkomulagið samþykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 kúabændur og greiddu 588 atkvæði þannig að þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 44%.

Kvótakerfi áfram

Aðalbreytingin við endurskoðun búvörusamninga felst í því að fallið er frá því að afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu, í samræmi við vilja meirihluta bænda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert