Sluppu með skrámur

Hálkublettir og éljagangur voru á Kjalarnesi í gærkvöldi þegar bílarnir …
Hálkublettir og éljagangur voru á Kjalarnesi í gærkvöldi þegar bílarnir þrír skullu saman. Ljósmynd/Pétur Davíðsson

Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll og tveir fólksbílar skullu saman á Vesturlandsvegi skammt frá Kjalarnesi um klukkan ellefu í gærkvöldi. 

Sex voru í bílunum þremur en ekki þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Fólkinu var hins vegar kalt og með smáskrámur og var flutt á slysadeild til athugunar. 

Flutningabíllinn var á vegum Samskipa og segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að bílstjórinn hafi sloppið ómeiddur. Bíllinn hafnaði utan vegar en Þórunn segir að bílstjórinn hafi verið að reyna að afstýra árekstrinum og því keyrt út af. Flutningabíllinn var ökufær eftir slysið. 

Loka þurfti Vesturlandsvegi á kafla á meðan vinna á vettvangi stóð yfir. Hálka var á veginum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með slysið til rannsóknar. 

Vetrarfærð er að einhverju marki í öllum landshlutum samkvæmt Vegagerðinni en slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist tilkynningar um umferðarslys það sem af er degi. 

Ökumaður flutningabílsins slapp ómeiddur og fimm farþegar í hinum bílunum …
Ökumaður flutningabílsins slapp ómeiddur og fimm farþegar í hinum bílunum tveimur slösuðust lítillega. Ljósmynd/Pétur Davíðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert