Bíða frekar eftir nýrri uppsveiflu

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/​Hari

Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað alla mánuði ársins, að undanskildum júlí, þrátt fyrir bakslag í ferðaþjónustu og uppsagnir á Keflavíkurflugvelli. Íbúatalan nálgast 19.500 og er það fjölgun um 500 íbúa á árinu.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að skipta megi erlendum ríkisborgurum sem flytja á Suðurnesin í tvo flokka. Þá sem setjast að á svæðinu og hina sem teljist kvikt vinnuafl.

Birtist með ýmsum hætti

Þróunin í ár bendi til að fyrrnefndi hópurinn hafi ákveðið að vera áfram á Íslandi og bíða eftir því að efnahagslífið taki við sér, í stað þess að flytja aftur til upprunalands. Hann segir niðursveifluna birtast bæjarfélaginu með ýmsum hætti.

„Tekjur eru í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins enda höfðum við áætlað tekjur varlega undanfarin ár. Við merkjum ekki að niðursveiflan setji þessa áætlanagerð úr skorðum. Við finnum hins vegar að þeim sem eru án vinnu líður auðvitað ekki vel. Það birtist m.a. í auknu álagi og fyrirspurnum í félagsþjónustunni. Menn eru að leita upplýsinga um sinn rétt og hvaða möguleikar eru í stöðunni til að þreyja þessa erfiðu mánuði þar til flugumferð eykst á ný með vorinu,“ segir Kjartan Már umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Frá Keflavíkurflugvelli
Frá Keflavíkurflugvelli mbl.is/​Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »