Dómur um sumarbústaði stendur

Mikill fjöldi sumarhúsa er í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Mikill fjöldi sumarhúsa er í Grímsnes- og Grafningshreppi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hæstiréttur hefur hafnað ósk Grímsnes- og Grafningshrepps um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu að hreppnum væri ekki heimilt að leggja fasteignaskatt á sumarbústaði sem eru í útleigu til skamms tíma, eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða.

Um var að ræða dóm í máli eigenda eins sumarhúss, sem skráðu það hjá sýslumanni til útleigu í heimagistingu í allt að 90 daga á ári. Grímsnes- og Grafningshreppur taldi slík mannvirki ferðaþjónustu og lagði á þau hærri fasteignaskatt í þrjá mánuði á árinu 2017. Fólkið kærði til yfirfasteignamatsnefndar sem taldi að húsið ætti að skilgreina sem sumarhús allt árið þar sem það fullnægði skilyrðum laga um heimagistingu. Sveitarfélagið vísaði úrskurðinum til héraðsdóms og áfrýjaði svo til Landsréttar. Niðurstaðan var sú sama og hjá yfirfasteignamatsnefnd.

Hreppurinn lýsti þeirri skoðun í umsókn til Hæstaréttar að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi þar sem í málinu reyni á hvernig skuli haga álagningu fasteignaskatts. Auk þess væri dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Á það féllst Hæstiréttur ekki, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »