Horfur á stöðugri krónu

Jón Bjarki Bentsson
Jón Bjarki Bentsson

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir bankann gera ráð fyrir að gengi krónu haldist stöðugt næstu ársfjórðunga.

„Við höfum séð krónuna hrista af sér tíðindi sem ýmsir hefðu kannski haldið að myndu hreyfa töluvert við henni. Það hefur gengið á ýmsu í ár. WOW air fór í þrot og birst hafa fréttir af erfiðleikum Icelandair sem ættu að hafa áhrif svo nokkuð sé nefnt.

Mergur málsins er hins vegar sá að gjaldeyrisflæðið er nokkuð sterkt og stöðugt. Þeir aðilar sem eru hvað stórtækastir í gjaldeyrisviðskiptum haga líka sínum viðskiptum eftir því hvar krónan er stödd miðað við einhvers konar þyngdarpunkt á þessu ári sem virðist liggja í kringum 140 krónur á hverja evru,“ segir Jón Bjarki um markaðinn. Menn telji jafnvægi ríkja í genginu.

Sérfræðingur í gjaldeyrismálum taldi í samtali við Morgunblaðið að markaðurinn hafi þegar verið búinn að verðleggja óvissuna í ferðaþjónustunni inn í gengi krónu þegar flugfélagið hætti starfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »