Ný stjarna í hafnfirskum stíl sett upp

Björgvin Halldórsson þegar stjarnan var afhjúpuð í júlí sl.
Björgvin Halldórsson þegar stjarnan var afhjúpuð í júlí sl. mbl.is/Árni Sæberg

Nýrri stjörnu, sem gerð verður í hafnfirskum stíl, verður komið upp í stað þeirrar sem fjarlægð var af stéttinni fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í færslu tónlistarmannsins Björgvins Halldórssonar, en stjarnan var einmitt með nafni hans.

Fyrr í dag var greint frá því að stjarnan hefði verið fjarlægð að kröfu viðskiptaráðs Hollywood í Kaliforníu, en stjörnunni þótti svipa mjög í útliti til þeirra sem er að finna á Frægðargötunni í Hollywood.

Í færslu Björgvins kemur fram að upphafleg hugmynd stjórnenda Bæjarbíós og Hafnarfjarðarbæjar hafi verið að heiðra íslenska tónlistarmenn líkt og gert er víða í borgum heimsins. Hann segir þó ljóst að þrátt fyrir þessa uppákomu verði Strandgatan áfram prýdd íslenskum tónlistarstjörnum í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert