Varað við stormi sunnanlands á morgun

Búist er við að hvessi um og eftir hádegi og …
Búist er við að hvessi um og eftir hádegi og vindhraði verði 20-25 metrar á sekúndu undir Eyjafjöllum og frá Mýrdal alveg austur að Öræfajökli. Varasamt verður að vera á ferðinni á bílum sem taka á sig mikinn vind. Kort/Veðurstofa Íslands

Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll í austan- og norðaustanstormi eða -roki sem verður sunnanlands á morgun. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Búist er við því að að hvessi um og eftir hádegi og vindhraði verði 20-25 metrar á sekúndu undir Eyjafjöllum og frá Mýrdal alveg austur að Öræfajökli. Varasamt verður að vera á ferðinni á bílum sem taka á sig mikinn vind.

Þessu fylgir svo líklega snjókoma og lélegt skyggni og því verður slæmt ferðaveður á þessum slóðum á morgun.

Hægur vindur og bjart norðaustan til

Almennt þykknar upp á landinu á morgun, eftir nokkuð bjartan dag víða í dag. Vindhraði verður almennt 10-18 metrar á sekúndu, en þó mun hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Þar má einnig búast við að verði bjart.

Frost verður á bilinu 0-12 stig, kaldast í innsveitum Norðaustanlands.

mbl.is