Bílarnir víkja af Hlemmtorgi fyrir „virkum ferðamáta“

Hlemmur framtíðar. Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að Hlemmtorg muni …
Hlemmur framtíðar. Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að Hlemmtorg muni líta út. Bílarnir munu víkja fyrir fólki. Tölvumynd/Mandaworks og DL

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm og nágrenni. Meðal nýmæla er að í framtíðinni verður ekki hæga að aka niður Laugaveg við Hlemm.

Bílarnir víkja „til að auka rými og aðgengi fyrir virka ferðamáta (gangandi og hjólandi m.a.),“ eins og það er orðað í kynningu Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg efndi í lok árs 2017 til hugmyndaleitar Hlemmsvæðisins. Þremur arkitektastofum var boðið að taka þátt í verkefninu, sem fólst í því að ímynda sér Hlemm framtíðarinnar. Stofurnar skiluðu tillögum sínum í apríl 2018. Athygli vakti að í öllum þremur tillögunum var ekki gert ráð fyrir akstri bíla niður Laugaveg við Hlemm, eins og verið hafði í áratugi. Reykjavíkurborg upplýsti á þessum tímapunkti að engin ákvörðun hafi verið tekin um það í borgarkerfinu að breyta samgönguskipulagi við Hlemm og nágrenni. Framtíðarskipulag umferðarmála yrði útfæst í vinnu við nýtt deiliskipulag.

Tillögur arkitektastofanna Mandaworks og DLD voru valdar til áframhaldandi þróunarvinnu við Hlemm fyrir endurhönnun svæðisins og gerð nýs deiliskipulags, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »