Búist við blindbyl í Mýrdal í kvöld

Búast við „blindbyl, kófi og litlu skyggni“ í Mýrdal og …
Búast við „blindbyl, kófi og litlu skyggni“ í Mýrdal og nágrenni er líða tekur á daginn og í kvöld, einkum yfir Reynisfjall. mbl.is/RAX

Vegfarendur eru varaðir við því að staðbundinn hríðarbylur verði syðst á landinu í dag. Í ábendingum til vegfarenda á vef Vegagerðarinnar segir að í Mýrdal, frá Sólheimajökli austur á Mýrdalssand bæti í vind og stormur skelli á upp úr hádegi.

Þar verður svo vaxandi hríðarveður og má búast við „blindbyl, kófi og litlu skyggni“ er líða tekur á daginn og í kvöld, einkum yfir Reynisfjall.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi og bú­ist er við mjög snörp­um vind­hviðum við fjöll.

Bú­ist er við því að vind­hraði verði 20-25 metr­ar á sek­úndu und­ir Eyja­fjöll­um og frá Mýr­dal al­veg aust­ur að Öræfa­jökli síðdegis í dag og í kvöld. Vara­samt verður að vera á ferðinni á bíl­um sem taka á sig mik­inn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert