Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar lokaðar

Vetrarfærð er í öllum landshlutum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðast hvar er nokkur hálka og sumstaðar snjóþekja en þó er talsvert autt á Austurlandi.

Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um skafrenning. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi og undir Hafnafjalli.

Skafrenningur er á fjallvegum á Vestfjörðum en þæfingsfærð norður í Árneshrepp. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru lokaðar.

Sunnanlands er ekkert ferðaveður er frá Hvolsvelli og austur yfir Mýrdalssand. Ófært er vegna veðurs er frá Skógum að Reynisfjall. Vegurinn við Reynisfjall er lokaður. Vegfarendur eru beðnir að taka tillit til þessa.

mbl.is