Jólalest Coca-cola keyrir um höfuðborgarsvæðið

Jólalestin fer árlega um höfuðborgarsvæðið og hefur gert það 24 …
Jólalestin fer árlega um höfuðborgarsvæðið og hefur gert það 24 ár í röð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jólalest Coca-cola keyrir nú sinn árlega hringt um höfuðborgarsvæðið og er þetta í 24. skiptið sem hún gerir það. Lestin lagði af stað frá höfuðstöðvum Coca-cola að Stuðlahálsi klukkan fjögur og fer um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita.

Vegna skipulagsbreytinga á gatnakerfi Reykjavíkurborgar mun lestin ekki keyra niður Laugaveginn líkt og síðustu ár. Tilraunir til að fá undanþágu frá borginni báru ekki árangur og mun lestin þess í stað keyra Lækjargötu í átt að Hörpu.

Jólalestin stoppar á þremur stöðum á ferðalaginu þar sem gestir og gangandi geta heilsað upp á jólasveina og fengið sér hressingu. Lestin stoppaði við Spöngina í Grafarvogi fyrr í dag og er núna við Hörpu. Síðasta ráðgerða stoppið verður við Smáralind klukkan 19:15.

Jólalestin stöðvaði við Hörpu.
Jólalestin stöðvaði við Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Jólalestin og jólasveinarnir vöktu mikla lukku hjá yngstu krökkunum.
Jólalestin og jólasveinarnir vöktu mikla lukku hjá yngstu krökkunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og munu björgunarsveitamenn ganga meðfram henni við helstu staði þar sem fólk safnast saman til að draga úr slysahættu.

Hægt verður að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma.

Meðfylgjandi auglýsing sem flestir ef ekki allir þekkja hefur verið sýnd í sjónvarpi á Íslandi á hverju ári síðan 1995 og verður engin breyting á í ár.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is