Systkini jafna met

Systkinin Anna og Lárus. Myndin var tekin 2018.
Systkinin Anna og Lárus. Myndin var tekin 2018.

Systkinin Anna og Lárus Sigfúsbörn, frá Stóru-Hvalsá í Strandasýslu, jafna í dag aldursmet systkinanna Margrétar og Filippusar Hannesarbarna frá Núpsstað sem urðu samtals 206 ára og 19 daga.

Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fæddist 5. febrúar 1915 og er því 104 ára. Hann er elstur núlifandi karla á Íslandi og næstelstur allra Íslendinga. Anna, systir hans og fyrrverandi grænmetisbóndi, fæddist 12. júní 1918 og er því 101 árs.

Næstelstu núlifandi systkinin eru Hildur Solveig Pálsdóttir og Jóninna Margrét Pálsdóttur, samanlagt 202 ára. Þær eru ættaðar úr Stykkishólmi en búsettar í Reykjavík. Móðir þeirra varð 101 árs, samkvæmt upplýsingum Jónasar Ragnarssonar ritstjóra.

Uppfært: Ábending barst um að þau Margrét og Filippus Hannesarbörn hefðu samanlagt orðið 207 ára og 196 daga og því væri fréttin röng. Hér er hins vegar verið að fjalla um jöfnun mets á samanlögðum aldri systkina, sem bæði eru á lífi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert