Þyrlan send til Hólmavíkur

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var send til Hólmavíkur fyrr í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var send til Hólmavíkur fyrr í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-EIR, var send í sjúkraflug norður á Hólmavík rétt eftir klukkan ellefu í morgun. Þetta segir varðstjóri Gæslunnar í samtali við mbl.is. Ekki er vitað hvort að um veikindi eða slys hafi verið að ræða og frekari upplýsingar fást ekki á þessari stundu.

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna reyks sem kom upp í rútu við bensínstöð N1 í Fossvogi. Í fyrstu var óttast að um eld gæti verið að ræða en þegar slökkviliðið kom á vettvang reyndist svo ekki vera og atvikið ekki alvarlegt. Talið er að reykurinn hafi komið úr vél rútunnar eða miðstöðvarkerfi hennar.

Þá hefur verið nokkuð mikið um sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu í dag.

mbl.is