Vann 8,4 milljónir króna

Heppinn lottóspilari vann 8,4 milljónir króna í lottóinu í kvöld og situr hann einn að fyrsta vinningi kvöldsins. Var vinningsmiðinn keyptur í Hagkaupum á Akureyri.

„Viðskiptavinur sem lagði leið sína í Hagkaup á Akureyri hafði lukkudísirnar í sínu liði þegar hann keypti sér lottómiða en miðinn góði var sá eini með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar.  Eigandi hans er núna 8,4 milljónun króna ríkari, ekki amalegt að fá þvílíka búbót svona rétt fyrir jólin. Tveir skiptu mér sér bónusvinningnum og hlýtur hvor þeirra rúmlega 185 þúsund krónur, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í N1 á Húsavík,“ segir á vef Íslenskrar getspár.

Tölur kvöldsins eru: 12, 16, 24, 33 og 40. Bónustalan er 15.

mbl.is