Allir fangaklefar á Hverfisgötu fullir

Allir fangaklefar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu fylltust af fólki sem …
Allir fangaklefar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu fylltust af fólki sem þurfti að stinga í steininn vegna óláta, slagsmála eða svo mikillar ölvunar að fólk var orðið ósjálfbjarga. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði mikið að gera í nótt og segir að mikil ölvun hafi verið í miðborg Reykjavíkur. Allir fangaklefar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu fylltust af fólki sem þurfti að stinga í steininn vegna óláta, slagsmála eða svo mikillar ölvunar að fólk var orðið ósjálfbjarga.

Í tilkynningu lögreglu kemur einnig fram að þrjú hafi verið handtekin í úthverfi Reykjavíkur á stolnum bíl. Öll reyndust þau vera undir áhrifum eiturlyfja og voru handtekin.

Fleiri ökumenn, víðsvegar um borgina, voru stöðvaðir sökum þess að þeir voru drukknir eða dópaðir. Nokkrir voru handteknir fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum.

mbl.is