Harður árekstur við Stekkjarbakka

Áreksturinn virðist hafa verið nokkuð harður.
Áreksturinn virðist hafa verið nokkuð harður. mbl.is/Guðni

Tveir bílar lentu í árekstri við Stekkjarbakka í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun, við aðrein að Reykjanesbraut. Áreksturinn virðist hafa verið nokkuð harður og var lögregla á staðnum er blaðamaður Morgunblaðsins gekk framhjá.

Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í árekstrinum, en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent dælubíl á staðinn til þess að hreinsa upp olíu og kælivökva sem rann úr bílunum.

mbl.is