Reykræstu íbúð í Vesturbænum

Reykurinn stafaði frá potti á eldavél og virðist sem eldamennska …
Reykurinn stafaði frá potti á eldavél og virðist sem eldamennska morgunsins hafi farið úrskeiðis. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til þess að reykræsa íbúð í vesturbæ Reykjavíkur snemma í morgun. Reykurinn stafaði frá potti á eldavél og virðist sem eldamennska morgunsins hafi farið úrskeiðis.

Íbúi var skoðaður á staðnum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, en ekki reyndist þörf á að flytja hann á spítala til nánari skoðunar.

mbl.is